5.4.2008 | 10:33
FLÖSKUBROT
Ég bý í vesturbænum og fer talsvert um á hjólinnu mínu og þá stundum miður í miðbæ. Það sem mér er verst við, er öllu þessi flöskubrot sem eru út um allt kring um miðbæinn. Það virðist vera hreynsað í miðbænum en ekki göturnar og gangstéttar í grendinni. Ég hef nokkrum sinnum þurft að teyma hjólið heim með sprungið dekk. Ég legg það hér með til að veitingahúsamenn í miðbænum taki höndum saman og selji ekki út bjór á flöskum, heldur einungis dósabjór. Þegar fólk hendir dósunum frá sér, eru þær hirtar upp af pokafólki sem hirðir upp allar dósir sem sjást. Þetta mundi auðvelda hreynsunardeildinni bænum mikla vinnu og miðborginn verður mikklu hreynni. Ég heyrði að ekki væri seldur flöskubjór í Vestmanneyjum á þjóðhátíð, ætli það sé satt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.