Línuskip, ekki togari

Ágúst GK-95 er ekki togari, heldur línubátur með beitningavél. Hann er stór útilegubátur og beitir línuna um borð og landar ekki daglega eins og þeir minni. Það væri betra að þeir sem skrifa svona fréttir kynni sér efnið sem skrifað er um, eins og þetta.  Það voru yfirleitt togarar sem lönduðu fisk í Hull og Grímsby í gamladaga. Kannski er það miskilingurinn.
mbl.is Íslenskum skipum fagnað í Grimsby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er nú nokkuð ljóst að þeir MBL menn eru í litlu sambandi við raunveruleikann. Þeir skrifa bara einhverjar fréttir án þess að hugsa of mikið. Fyrir nokkrum dögum var frétt þarna um einmitt sama mál nema að mig mynnir að það hafi einhver annar grindvískur línubátur átt þá í hlut og var kallaður togari af fréttamanninum. Í það skipti blogguðu ýmsir góðir menn um fávisku MBL manna og nú gera þeir sömu mistökin.

Kv,

Gummi

Guðmundur Ragnar Magnússon (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:08

2 identicon

Að auki er sú villa í þessari frétt að Atlantic Frech sé útgerðarfyrirtæki bátsins, Þorbjörn Fiskanes er útgerðarfyrirtækið og Atlantic Fresh er umboðaðili sölunnar

Hlýri

hlyri (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Valur Stefánsson

Já þetta er ótrúlegt að blaðasnáparnir vita ekki hvað snýr fram né aftur á fiskiskipum.

Valur Stefánsson, 16.3.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Landi

Er þá ekki málið að þeir kynni sér hvernig skip þetta eru og fari eins og einn túr..geta verið í ganginum og rétt króka eða á uppstokkaranum...verst að það eru fáir bátar eða enginn sem fletja fiskinn og salta um borð í dag..en síðast þegar ég vissi um bát sem gerði það var Sigurður Þorleifs Gk sem Þorbjörn í Grindavík átti.

Svo væri nú ekki slæmt ef þeir færu á bát sem væri á kötlugrunninu á keilu...mikið fjör mikið gaman...

Landi, 16.3.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband