28.7.2009 | 15:52
Oft er þörf en nú er nauðsin
Söfnun sú sem Edda Heiðrún Backman og Hollvinasamtök Grensásdeildar stendir fyrir " Á rás fyrir Grensás ", er mjög þörf og reyndar mjög einkennilegt að svona stofnun eins og Grensásdeild þurf að reyða sig á framlögum frá almenningi og félagasamtökum til tækjakaupa. Þar er unnið mjög þarft og gott starf og starfsfólkið mjög gott og fært í sínum störfum. Það er nú samt verið að fækka starfsfólki og minka umsvif þrátt fyrir fjölgun tilfella, en fólki sem veikist og slasast fækkar ekki þrátt fyrir kreppu. Það legst bara meira vinna á starfsfólkið sem fyrir er, en það þarf að sinna þessu fólki. Ég hef verið þarna í meðferð og séð alveg ótrúlegustu hluti gerast þarna, fólk sem maður hefur talað ekki eiga nokkra möguleika hefur komist á fætur aftur og út í þjóðfélagið. Ég vona svo að fólk styrki þessa söfnun sem Edda Heiðrún stendur fyrir, " Á rás fyrir Grensás" Oft er þörf en nú er nauðsin. Gunnlaugur Júlíusson á svo sannalega þökk fyrir sitt framlag.
Safnaði 1.356 þúsund krónum fyrir Grensásdeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.